top of page

Hvað kostar þetta?

Reiknaðu gengið

*ath vísagengi getur verið hærra

Neyðarnúmer

1-1-2

Neyðarnúmer í Póllandi er 112 - gott að muna

 

 

Ferðaskrifstofan

Fulltrúar Ferðaskrifstofunnar Verdi verða á svæðinu okkur til halds og trausts. Ef eitthvað kemur upp á má hafa samband við:


Ragnheiður Jakobsdóttir           +354 690-3353           ragnheidur@verditravel.is
Kristinn Þór Björnsson               +354 661-0333           kristinn@verditravel.is
Andrea Pálína Helgadóttir        +354 896-8250           andrea@verditravel.is 

 

amulance.jpg

Hopp og taxi

Tier / Lime / Dott / Bolt – Stærstu hopphjóla aðilar með hjól til leigu á mínútugjaldi.

Aðgengilegt í App store/Play store

Uber – leigubíla fyrirtæki (#1 vinsælast og mest notað í Póllandi – öruggt) Aðgengilegt í App store/Play store

​Free-Now - Leigubílafyrirtæki

Samgöngur

Gdansk – Sopot – Gdynia eru mjög vel tengd með lestarkerfi (þekkt sem SKM).  Ferð frá Sopot til Gdyna eða Sopot til Gdansk Old Town tekur minna en 25 mínútur.  Hægt er að kaupa miða í sjálfsölum við lestastöðvarnar og ákveðnum stoppistöðvum.   
Verð er um 2,5 evrur fram og til baka.  Þetta er sennilega ódýarsta og fljótlegasta leiðin til að ferðast og eru stöðvar staðsettar við stofnæðar.  SKM lestarnar eru auðþekkjanlegar – málaðar gular og bláar

Screenshot 2022-10-04 at 13.13.14.png

Hafa í huga

Aðallega í Sopot (Monte Cassino street) og Gdansk (Old Town area) er ungt fólk (strákar og stelpur) sem reyna að laða fólk inn á krár, klúbba og næturklúbba með því að vera mjög aðgangshörð. Í þessum tilfellum, brosið bara til baka, ekki tala við þau og haldið áfram ykkar leið

bottom of page